Ísgraf

Ísgraf

Ísgraf er elsta fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í sölu á hugbúnaði og þjónustu við landfræðileg upplýsingakerfi ásamt hönnunarbúnaði fyrir verkfræðinga og arkitekta, stofnað árið 1989.

Ísgraf hefur umboð fyrir tvö af stærstu hugbúnaðar fyrirtækjum heims á þessu sviði, Intergraph og Bentley Systems.

Starfsemi Ísgraf snýst bæði um sérhæfða ráðgjöf við uppbyggingu hugbúnaðarkerfa, og þjónustu þeim tengdum. Á síðustu árum hefur mikill vöxtur átt sér stað í  uppbyggingu landfræðilegra upplýsingakerfa á veraldarvefnum og hefur Ísgraf verið í fremstu röð fyrirtækja sem nýta sér þá tækni.

Í gegnum tíðina hafa flest sveitarfélög og lagnastofnanir landsins, bæði stór og smá, valið hugbúnað frá Intergraph og/eða Bentley til að halda utan um landfræðileg upplýsingakerfi sín. Í hópi viðskiptavina Ísgraf má einnig finna flestar af verkfræðistofum landsins ásamt fjölda arkitektastofa